fimmtudagur, 9. júlí 2020

Dagur 9 (2/2) - Höfn - Vík

Stoppuðum um kl 15 í GEGGJUÐU veðri við Jökulsárlón (19°c á bílnum). Tókum myndir, flöttum kerlingar og sáum 2 seli. 💖
Stoppuðum líka í fjörunni á móti lóninu sem heitir Vestrafellsfjara þar sem þar var mikið af fólki. Flott strönd en fólk aðallega bara þar að taka myndir af sér. 😊
Næsta stopp átti að vera í Skaftárfelli en þar sem það kostaði 1000 kr að leggja bílnum til að fara í þjónustumiðstöðina þá keyrðum við bara hring og héldum áfram. 💩 Keyrðum frá Skaftárfelli um 15.47 í 16° c og sól en ský framundan. Keyrðum í gegnum rigningarský og grámyglu að Kirkjubæjarklaustri en þá kom sólin og það birti til (samt smá úði). 
Stoppuðum á Systrakaffi og keyptum franskar og djúpsteiktan camenbert. Ágætis matur en arfaslök þjónusta. Lögðum aftur að stað um kl. 17.15 og komum á Vík um 18.10. Hitinn á leiðinni fór upp í 20°c en var 14°c við komuna á Vík. Fórum beint á hótel Vík sem er mjög fínt. Tókum upp dótið og horfðum á fréttirnar. 
Ég, Siggi, Bjarki og Sara ætluðum í göngu upp að kirkjunni fyrir ofan hótelið sem endaði ekki betur en svo að ég klifraði upp einhverja kletta sem við treystum okkur ekki að fara með börnin upp. Ég endaði því á því að fara ein í gegnum óplægða jörð að kirkjunni til að taka mynd og hljóp svo löngu leiðina niður til að reyna að mæta þeim...en við fórum á mis. 🙃 Ég fór því að hótelinu og hringi í þau og þau komu þangað. 
Ætluðum svo að fara út að borða á Smiðjuna Brugghús en þar var allt fullt og bókað út kvöldið. Fórum á nokkra aðra staði og sjoppuna og allt fullt bókað eða lokað! Ætluðum líka að bóka í Zipline fyrir morgundaginn en það var allt fullt. Enduðum á því að bíða í röð á Halldórskaffi eftir neyðarkall til vina okkar á Facebook! Fínn matur og ágætt verð. Allir mega sáttir (enda mjög svöng) og Sara borðaði heilt bleikju flak! 😁
Fórum svo upp á hótel þar sem allir fóru í ró nema Bjarki sem kíkti í gym-ið fyrir svefninn! 🤣
 
Það sem stóð upp úr á Austfjörðum að okkar mati: fjöllin, Jökulsárlón sem allir verða að sjá og allar einbreiðu brýrnar! 💖

Engin ummæli:

Skrifa ummæli