Gullkorn

2016

Atli: Þegar ég dey þá ætla ég að reyna að koma aftur sem fugl.
 - að lesa Mábbi mávur

"Pabbi minn heitir Siggi en mamma mín kallar hann oftast gamli"
Bjarki að spjalla í Leikskólanum - 6.6.2016

Atli: Það mætti halda að Gunnar Nelson hefði kýlt mig!
- Þegar Bjarki skallaði hann óvart og Atli fékk mestu blóðnasir sem einhver hefur fengeið EVER!

Bjarki: Guð má ekki hafa rautt ljós þegar lítill strákur þarf að pissa! Viltu gjöra svo vel að skipta Guð!
- Bjarki þegar hann var að keyra með ömmu Möggu (og þurfti á klósettið)

Bjarki: Mömmur og pabbar elska mest en börn sakna mest.
- þegar við komum heim frá Lúx

Margrét: Þetta er ekki Sigmundur Davíð
Ég: Nei þetta er leikari. Veistu hver Sigmundur Davíð er og hvað hann gerir?
Margrét: Jáhh!
Ég: Nú hvað er hann?
Margrét: Feitur.
- Margrét að horfa á áramótaskaupið í 1000asta skipti!

Margrét: Ha? Er komið kvöld?
- 3.janúar 2016 kl 20:30 - eftir mikla óreglu í svefninum

Bjarki: ...ekki stela frá mér
Ég: en maður á að gefa með sér því það er svo gott og gaman.
Bjarki: já en ekki súkkulaði!
- Við deilum öllu....nema súkkulaði greinilega!

"Það eru allir vinir mínir þangað til þeir ákveða annað" - Sigurður Jens Sæmundsson um það af hverju hann talar við alla eins og hann sé búinn að þekkja þá í 10 ár! (frá 2009)
 

2015


Atli; nú þarf að setja svona götusykur...
- þegar það byrjaði að snjóa. Hann meinti auðvitað salt.

Bjarki: broðir hönnu lilju heitir Kalli og er 20 ára
Eg: jahá
Bjarki: hann er svo stór að nærbuxurnar hans sjást!
- Ný sýn á skoppara :)

Margrét: Og set ég svo bara kökuna inn í ofninn?
Ég: Já
Margrét: Þarf ég ekkert að ýta á play eða eitthvað?
- Nútímakrakkar!

Margét: ó, ég gleymdi að ég væri með ópal í naflanum...
- Eftir nótt hjá vinkonu sinni....

Bjarki: Mamma ert þú að þrífa heimilið?
Ég: Já
Bjarki: Það er gott, mér finnst alltaf svo gott þegar þú ert að gera það.
-  Takk Bjarki, Takk! :)

Atli: Mamma má ég fara til ömmu?
Ég: Ef þú hringir sjálfur og spyrð
....hringir....
Atli: Hún sagði að ég mætti fara og hún sagði líka að ég mætti alltaf fara og þyrfti ekki að spyrja hana.
Ég: Hún veit ekki upp á hvað hún er að bjóða núna.
Atli: Hvað meinarðu? Heldurðu að hún sé eitthvað vitlaus? Hún er sko ekki vitlaus því hún er með eins heila og ég!
- Ömmustrákur.is!

Bjarki: Ég er bara alltof mikið sætur!
- Já það vantar ekki sjálfstraustið hjá minnsta mínum

Atli: Ef þú værir yngri og ekki hjá pabba þá myndi ég vilja giftast þér.
-Atli áður en hann fór að sofa við mömmu sín.. <3

Ég: Margrét hvað gerðiru eiginlega við sólina?
Margrét: Hún er núna í hjartanu á mér.
- Þegar það skýjaði þá sagði krúttið þetta. <3

Atli: Pabbi er að vinna í garðinum og svo kemur hann inn og fer aftur út og kemur aftur inn...
Ég: Já...
Atli: Af hverju klárar hann þetta ekki bara allt og kemur svo inn?
- Atli aðeins að misskilja umfang þess að setja heitapott í garðinn. :)

Bjarki: FRIV er vinnan mín og leikskólinn er skólinn minn.
- Friv er uppáhalds tölvuspilið hans. :)

Bjarki: Halló gamla kona, á hvað ertu að glápa?
-Við ömmu vinar síns, mamman ekki stolt!

Bjarki: Þú ert með svona lafandi eins og hundur.
- Sagði hann við leikskólastjórann og togaði í undirhökuna.

Bjarki: Hver vann?
Ég: Ekki Ísland
Bjarki: Ég hélt heldur ekki með þeim
Ég: hverjum þá - Svíþjóð?
Bjarki: unnu þeir?
Ég: já
Bjarki: Já auðvitað hélt ég með þeim.
-Eurovision 2015 - seinni undankeppnin

Bjarki: Ég er með rúsínuputta
Amma: Má ég sjá?
Bjarki: Nei, ég þarf að fara inn og hlaða þá
- Maður s.s.s hleður rúsínu putta í venjulega putta :)

Atli: "Mamma, af hverju ertu alltaf í góðu skapi"
- (Ekki satt en...) án efa eitt það fallegasta sem hefur verið sagt við mig þar sem ég legg mig mikið fram við að ala börnin mín þannig upp að þau þurfi ekki að hafa áhyggjur af mér. :)

"Blóð er enn í töskunni og flatbrauðssneið í öskunni" 
- Margrét að syngja Helga Björnsson


Bjarki: Mömmur deyja aldrei
Siggi: Nei nei..
Bjarki: Bara þú þegar við erum eldri
Siggi: !!!!!
- Mömmumonsinn <3

Ég: Hérna eru þið öll sofandi í mínu rúmmi
BSS: Já - þú varst örugglega bara í maganum á pabba.
-yngstur og alltaf "í maganum" á mömmu þegar við skoðum gamlar myndir. Nú er minn tími til að vera í magnum! :)

BSS: Hættu að kyssa mig mamma - ég er ekki kærastinn þinn!
- Mamman á svolítið erfitt með það hvað börnin stækka fljótt.

Maddý: Ég held að óskin mín eigi eftir að rætast
Ég: Nú en gott, hvers óskaðiru þér?
Maddý: Að við myndum taka saman þatt  í Biggest looser.
- Ég lagði frá mér bragðarefinn án umhugsunar!

Ég: Bjarki ertu að bora í nefið?
Bjarki:Nei, ég fór ekki yfir línuna!
- Það er s.s. lína!

Bjarki: Ég þarf að fara til ömmu Möggu!
Ég: Af hverju þarftu að fara til ömmu Möggu?
Bjarki: Því ég er lasinn og allir sem eru lasnir þurfa að fara til ömmu Möggu.
- Hver þarf spítala þegar maður hefur ömmu Möggu (hvert ætli börnin fari oftast í pössun!)

(des 2014)

Maddý: Mamma hvor finnst þér sætari Leonardo Dicaprio eða Johnny Depp?
Ég: Mér finnst þér bara jafn sætir
Bjarki: En mamma er ég ekki sætastur og sætari en þeir báðir?
- Bjarki snillingur! Þetta var samtal eftir að við horfðum á Edda klippikrumlu um jólin (Maddý ELSKAR Dicaprio sem var gerinilega að fá samkeppni).

Ég: Margrét Mist á ég að segja þér málshátt
Maddý: Já
Ég: Heimskur hlær...
Maddý: ...niður í tær! (og skellihlær)
- hún var að láta eins og asni og ég ætlaði að segja henni frá málshættinum "heimskur hlær að sjálfs síns fyndni" en gekk ekki betur en svo...við hlóum öll endalaust!

2014

Ég: Siggi ég er búin að borða yfir mig!
MMS: Það er gott, þá verðuru feit og þá geturðu unnið Biggest looser!
- No words!

Atli: ég er að spirnga mér er svo kalt!
- Eitthvað að ruglast á frösum..

BSS; Mamma, sérðu glerhúfuna mína.
-í staðin fyrir derhúfa

BSS: Oj, þarna er annar krakkalakki..
-Hann átti við kakkalakka

BSS:Mamma sjáðu ég er kellingur!
-Hann mjálmaði svo hann átti líklega við kettlingur. :)

BSS: Mamma sérðu við erum komin á Akureyri
-Bjarki þegar hann sá sól helgina eftir frábæra verslunarmannahelgi á Akureyri þar sem var sól allan tímann. Nei Bjarki minn, þó svo að við sjáum það sjaldan þá mætir sólin af og til líka til Reykjavíkur!

Ég: Hvað er að?
BSS: Ég get ekki hætt að væla, ég lek bara og lek!
- of þreyttur til að sofna eitt kvöldið

Ég: Bjarki, hvað segir haninn?
BSS: Bara allt gott.
- Í sveitinni

BSS: Mamma sérðu lifandi dánu fluguna?
-Í sundi þar sem flaut fluga á vatninu.

Atli: Mamma hvenær kemur snjórinn?
Ég: Þegar það kemur vetur
Atli: Er ekki örugglega haust núna?
-Ég skil að hann spyrji!!!

Atli: amma þú deyrð ekki næst
Amma Magga: nei það vona ég ekki
Atli: Þú ert ekki nógu krumpuð

Ég: Elska þig
BSS: Ég elska þig líka - þó það sé sumarfrí
-Það er s.s. ekki frí í ástinni

Atli: Ég held með Argintætu
- HM 2014 og hann meinti Argentínu

BSS: Mamma hvað ertu að gera?
Ég: Ég er að reyna að finna hvar skrúðgangan er.
BSS: Ég veit það, hún er í Afríku. Allar skrúðgöngur eru í Afríku.
-17. júní byrjar vel!

Atli: Mér fannst lambakjúklingurinn í gær vera alveg eins og blaðra í laginu
- Við fengum s.s. lambalæri í páksamatinn ;)

Ég: Af hverju er ég með svona stór augu?
Bjarki: Til að þú sjáir betur
Ég: Af hverju er ég með svona stórt nef?
Bjarki: Svo þú finnir mikla lykt
Ég: Af hverju er ég með svona stór eyru?
Bjarki: Neihei, þú ert ekki með stór eyru, bara pínulítil!
- Við Bjarki að leika okkur fyrir svefninn - fyrir þá sem ekki vita þá var ég alltaf með minstu eyru í heimi og mikið gert grín af því. :)

Bjarki: Ég er með blá augu
Ég: Já og hvernig augu er mamma með
Bjarki: Svona kisu
-Það getur alveg passar ;)

2013

Atli: Mamma mér finnst svo erfitt á jólunum
Ég: Ha, af hverju?
Atli: Því þá er ég alltaf að passa mig svo mikið að vera stilltur og góður
-Það getur verið erfitt að þóknast jólasveininum :)

MMS: Mamma ég kann að baka lakkrístoppa
Ég: Já, hvernig gerirðu það?
MMS: Fyrst tekur maður slímið úr egginu....
- Við hin köllum s.s. slímið eggjahvítu. :)

Atli: Mamma! (öskrar Atli einn morguninn í desember)
Ég: Já?
Atli: Það er verðmiði á dótinu sem ég fékk í skóinn og nú skulda ég jólasveininum!
-Hann hélst s.s. að jólasveinninn vildi fá pening og þessvegna hefði hann sett verðmiða á dótið.
-------
Atli: Þessi heitir pylsugámur
-Um bjúgnakrækir

Atli: Hann eldist svo hratt
- Um Hnoðraskott
Atli: Mamma, konur sem eru með barn í maganum og gubba, þær fæða skrímsli.
- hann var harðákveðinn á þessari staðreynd!

MMS: Hvenær kemur þessi grís eiginlega?
E30 min eftir að ég plataði hana til að horfa með mér á Grease.

Bss: Mamma, mamma tungldið er ónýtur
Greinilegt að við sýnum honum bara tunglið þegar það er fullt

Atli: Hún var bara búin með alla dagana sína.
- Hann var að segja ömmu sinni frá einhverjum sem var dáinn.

Atli: Er Guð núna að pissa á okkur?
- Í Húsdýragarðinum þegar það byrjaði að rigna


"....því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu kanína" - Bjarki Snær


Bjarki: Passa, ekki klippa eyra mitt
-Þetta sagði Bjarki við hárgreiðslukonuna sem var að klippa hann, oftar en einu sinni. ;)

Atli: Sjáðu Maddý, þetta er Skinkur.
-Þetta var s.s. mynd af mink sem við sáum í Húsdýragarðinum.

Bjarki: Mmm góður kúkur.
-Mamman gaf honum súkkulaði rúsínur

Atli: Af hverju er Garfield er alltaf með remúlaðiskegg?


Ég: Atli, var nýr strákur að byrja að vinna á Bóli?
Atli: Ég veit ekki, hvernig haus var hann með?

Atli: Mamma af hverju ertu svona glansandi?
Ég: því ég er veik
Atli: Smitaði ég þig?
Ég: já líklega
Atli mjög stoltur: Jáhá, ég kann sko að smita! 

Bjarki: HA?
Atli: Mamma af hverju segir Bjarki alltaf HA?
Ég: Ég veit það ekki
Atli: Ég veit það, hann er með svo lítil eyru.

Ég: OMG, Atli það er gat á sokknum þínum
Atli: Ómægad er allveg eins og gat!

Ég: Það verða allir að deila
Atli: Jájá, við deyjum öll einhverntíman.

 

 Ég: Atli af hverju ert þú í mínu rúmi?
Atli: Ég bara varð að koma, þú varst svo ein.
-Atli kom uppí þegar Siggi var í bústað og mamman bráðnaði alveg.
Ég: Atli veistu hvað kom fyrir í leikskólanum í dag? Pippa kisa hoppaði inn um gluggan og borðaði fiskinn!
Atli: Nei, kisur borða ekki steiktan fisk!
Atli: Dabbi, varst þú í youtube?
-Dabbi æfir s.s. júdó! ;)


Atli: Mamma ég ætla að kyssa þig mikið á kinnina svo þú fáir líka spékoppa. 


2012

Ég: Margrét Mist viltu haga þér eins og manneskja
Atli: Mamma, má ég líka vera manneskja?

Atli: Amma gaf mér pening
Ég: ..og hvað ætlaru að kaupa fyrir hann?
Atli: Meiri pening

Atli: Mamma má ég fá kex
Ég: nei það er að koma matur
-Atli labbar og fær sér kex
Siggi: Atli hvað sagði mamma
Atli: Nei
Siggi: Af hverju spyrðu og færð þér samt kex?
Atli: Því mamma segir að maður eigi alltaf að spurja fyrst.
(Greinilega óháð svarinu... ;) )

MMS: forum við nítjánda til Ameríku?
Ég: nei
MMS: En títjánda?
(Eitthvað að ruglast og meinti tuttugasta)

MMS: Þetta er svona kolgrænt
(MMS að tala um dökkgrænt)

Atli: Siggi, hvað ertu að gera við krakkann þinn?
(þegar Siggi var að fíflast með Bjarka í kerrunni)

Atli: Mamma þú ert með flís í auganu
(óplokkaðar augabúnir :/)

Atli: Mamma þið pabbi eruð alltaf að giftast
Ég: jámms
Atli: Ég ætla að giftast ömmu Möggu seinna
Ég: Ha? Ömmu Möggu?
Atli: Já en í kvöld ætla ég að giftast ömmu Snæju.
(Giftast aka gista hjá… ;) )

MMS: Við Atli erum bara að reyna að komast að samkomuplagi
(Þau voru að reyna að komast að samkomulagi um DVD mynd) ;)
Atli: Mamma á morgun kemur sumarið
Ég: já
Atli: Það dettur bara niður úr skýjunum þar sem það á heima og fer yfir allt Ísland
(Sniðug pæling – 18.4 2012 eða daginn fyrir sumardaginn fyrsta)
MMS: Maður lærir ensku á að horfa á enskar myndir
Ég: já
MMS: og íslensku á því að horfa á íslenskar myndir, ég t.d. lærði “fjúkandi fífukollur og iðandi ormar” af Gullu og grænjöxlunum.
(Mér fannst þetta bara fyndið)
Atli: Hvað er amma Magga gömul?
Ég: 63 ára
Atli: Alveg eins og ég!
(Hann er s.s. að vera 3ja ára)
Amma Magga: Mamma og pabbi eru að fara út að borða
Atli: Það má ekki borða úti
(Hann er ekki alveg að ná þessu “úti” dæmi) ;)
Sóldís: Atli svafst þú út í morgun
Atli: Nei, Ég svaf inni!
(Smá misskilninur hér á ferð)
Einu sinni var ég svona fiskafruma. Það er minnsta fruman.
(MMS að tala um sáðfrumu) 
2011
Þegar Atli var 2 ára notaði hann orð eins og: Harðhentur, Jökulkuldi, Blífastur og Himinlifandi. :)
2010
2009
MMS: Afi Gísli er að safna pening fyrir fátækubörnin í útlöndum.
Ég: Vá hvað hann er góður
MMS: Já fátæku börnin í Ameríku
Ég: Nei þú meinar Afríku…
MMS: Já þessi svörtu
;) Sætust…hún er MJÖG stolt af afa sínum!
(des 2009)
Ég: Margrét við fáum bara ný dýr á hverjum degi frá jólatréinu okkar?!?
MMS: Já, og kannski á morgun fáum við sebrahest!
Hahaha….við “fengum” 2 köngulær og 1 maríuhænu á 2 dögum eftir að við fengum jólatréið!
(des 2009)
MMS: Mamma hvað ertu að gera?
Ég: Mála mig
MMS: Má ég líka?
Ég: nei ekki fyrr en þú ert orðin stór
MMS: Af vherju vilt þú ALLTAF að ég sé ljót en þú sæt?
Pabbinn hrósar mömmunni einum of þegar hún tekur sig til – strumpan er bara abbó! ;)
(des 2009)
MMS: Mamma ég vil ekki lifa lengur
Ég: Hvað meinaru?
MMS: Ég vil bara fara til Guðs og passa ykkur þaðan.
Ég verð að játa að mér stendur ekki á sama! Vildi bara skrifa þetta hér til að muna eftir þessu.
(des 2009)
Margrét Mist hitti jólasveininn í IKEA og hefur tekið þá ákvörðun að setja EKKI skóinn út í glugga í ár….hún vill ALLS ekki að þessi maður sé inni hjá henni þegar hún sefur. Eins og hún segir sjálf “það er nóg að eiga bara 2 dagatöl”. ;)
(des 2009)
Ég: Þú vilt aldrei leika við mig bara pabba
MMS: Já, Guð segir að ég eigi ekki að leika við þig, ég heyrði það í rúminu mínu…
Pabbastelpa númer 1,2 og 3!
(nóv 2009)
MMS: Mamma af hverju ertu með tár?
Ég: Því ég var að vakna
MMS: Nei, þú ert svo full af lauk
HAHAHAHAHA….
(nóv 2009)
“Svona svona Atli minn, Guð er að passa þig!
Yndisleg stóra systir! ;)
(okt 2009)
“Blaðran hans Axels fór til Guðs”
Hann ss missti gasblöðruna sína…
(okt 2009)
“Mamma, stráklar eru með heila og stelpur hjarta”
Vóhó!
(okt 2009)
MMS: Moli er með svona kúluhaus eins og ég og þú
Ég: jahá, en pabbi?
MMS: nei hann er með svona baunahaus!
HAHAHAHAHAHA
(sept 2009)
MMS: Mamma veistu að við erum með renndur á maganum – inní honum
Ég: ertu að tala um þarmana?
MMS: já
Ég: alveg rétt, veistu að það er kúkur inn í þeim..hahaha?
MMS: OJ mamma það er ljótt að segja svona!
HAHAHAHA….mér fannst þetta einum of fyndið! ;)
(sept 2009)
MMS: mamma þegar ég verð stór ætla ég að verða mamma eins og þú
Ég (stolt): er það?
MMS: og Axel ætlar að verða pabbi
Ég: já auðvita
MMS: og þegar þú og pabbi deyið þá verðum við Axel mamma og pabbi Atla
…ég var mjög fljót að hætta að vera stolt móðir! :O
(sept 2009)
Mamma, hvort helduru að þessi flugvél sé að fara til Mikka mús eða Guðs?
Það er bara tvennt í stöðunni ef þú ert að fara upp í skýjin, 1. ferð til Florida 2. í heimsókn til Guðs! ;)
(ágúst 2009)
Ég: Af hverju er grasið grænt?
MMS: Nú auðvita því hestarnir borða grasið og kúka svo á það!
Snilld! ;)
(ágúst 2009)
“…hún Jólatré sagði…”
Hahaha…hún átti við Jurate leikskólakennarann ;)
(ágúst 2009)
MMS: Mamma hvað er þetta?
Ég: Þetta eru rifbein.
MMS: Já alveg rétt, þau rifna alltaf!
Sætust!
(júlí 2009)
“Ég er svo rennandi þreytt”
…Lýsingarorðaflækja!
(júní 2009)
MMS: Mamma ég er svo einmanna
Ég: Nú af hverju?
MMS: Því mig langar svo í nammi
HAHAHA….ein að byrja að læra lýsingarorð
(júní 2009)
“Ég og Axel eigum barn. Það er í vasanum mínum”
Þetta sagði MMS við pabba sinn þegar hann var að labba með hana heim úr leikskólanum. Í vasanum leyndust svo 2 ormar….enn lifandi! Þeim var sleppt í næstu mold. ;)
(maí 2009)
“Mmmm – það er Láru lykt af þessu”
MMS var að fá fullt af fötum frá Láru vinkonu sinni og svo lyktaði hún af þeim og sagði þetta…hahaha….
(4.05.09)
“Mamma veistu Thor á leikskólanum er hálsbrotinn á einum fæti”
Thor á leikskólanum er væntanlega fótbrotinn..
(4.05.09)
“Þú ert pabbi minn og pabbi Mola – þá átt þú tvö börn, stelpu og strák”
Okkur foreldrunum fannst stelpan okkar orðin mjög stór þegar hún sagði þetta upp úr þurru þegar hún og pabbinn voru að leira.
(apríl 2009)
MMS: “Er ekki allt í lagi?”
Pabbi: “Jú”
MMS: “HAhahaha….hann sagði já!”
MMS átti greinilega von á einhverju öðru….
(apríl 2009)
“Ég heiti ekki Maddý – ég heiti stóra systir”
MMS sagði þetta við Axel eftir að Moli fæddist.
(11.04.09)
“Mér er illt í hausnum því pabbi er búinn að halda á Mola svo lengi.”
Siggi var að rugga Mola í svefn og þá sagði MMS þetta…pabbastelpan! ;)
(15.04.09)
Siggi: MMS má ég borða pönnsurnar sem þú fékkst í leikskólanum í dag?
MMS: Ég á ekki fleiri ég vil ekki gubba mínum
Hahahaha…þetta vissi hún! ;)
(27.03.09)
Ég: ég get ekki hoppað því ég er með Mola í maganum
MMS: af hverju?
Ég: Því inní maganum á mér er svona blaðra sem er full af vatni og þar er Moli, þannig að ef ég hoppa þá hristist hann…
MMS: Nei mamma, það er ekkert vatn í þér – bara kók!
Úps… kókistamamma : /
(20.3 09)
“Ég vil líka svona barbiesósu!”
MMS að biðja um BBQ sósu ;)
(jan 2009)
MMS: mamma, pabbi er með ógeðslegt hár
Ég: Ha? nei það er svo fínt..
MMS: Nei við þurfum að klippa það
MMS horfði á mig klippa Siggi fyrir jólin og vildi ólm gera það aftur…þetta var hennar leið til að fá það ;)
(3.jan 09)
2008
Siggi: Margrét hvað eigum við að láta Mola heita?
MMS: Súkkulaði
HAhahahaha…súkkulaði moli! ;)
(18.des.08)
Ég: Margrét viltu hafa aðeins lægra því mamma er með hausverk?
MMS: Viltu plástur?
Ég: Það virkar ekki þannig
MMS: …nú ertu með verk inn í hausnum…í bauninni???
Hahaha…hefur ekki mikið álit á móður sinni….heilinn=baun ;)
(9.11.08)
MMS: Mamma, þegar Moli kemur springur þá maginn þinn?
Ég: …jájá.
Hahaha…2 ára barn þarf ekki frekari útskýringu á þessu. :)
(15.10.08)
MMS kleyp í kinnarnar á mér og sagði svo “mamma segðu gvibitt”…
Hahahaha….froskur?
(01.11.08)
MMS: Amma þú ert svona Banakodda
Amma Magga: Hvað er það?
MMS: Amma á íslensku
…já hún er farin að velta því fyrir sér hvað er á íslensku og hvað er á ensku ;)
(05.11.08)
MMS: Mamma veistu hvað Ananda sagði við mig?
Ég: Nei
MMS: Hún sagði ertu að fara eignast lítinn bróðir…og ég sagði bara hnuff NEI bara lítinn mola!
MMS er ss hneiksluð á þessari spurningu því hún kallar barnið alltaf Mola og við höldum að hún sé ekki að fatta að Moli er barn… ;)
(sept 2008)
“Ég er með barn í maganum….og það er SVO fast”
MMS í leikskólanum…það tók fóstrurnar ekki langan tíma að fatta að von er á nýju kríli ;)
(sept 2008)
X: What´s your name?
MMS: Margrét
Lærði þetta líka í sumar
X: How are you doing?
MMS: Iæm doing fine…
Lærði þetta í sumar! :)
“Sjáðu, lifandi skrímsli!”
MMS var með niðurgang….Hmmmm!
(15.09.08)
“Ég er með kúlu nafla og Salka Dögg er með gat!”
..hahaha….ein að spá í naflanum sínum….OG ÖÐRUM! ;)
(11.09.08)
Amma: … svo var keypt bjalla á Míu kisu til að fuglarnir heyrðu í henni þegar hún kom og gátu flogið í burtu…
MMS: Æji – ég verð að kaupa vængi á Míu kisu til að hún geti náð sér í fugla
…eitthvað að misskilja tilganginn með sögunni sem amman var að segja henni…hehehe!
(01.09.08)
MMS: Pabbi!!! Axel reif Latabæjarbókina
Siggi: Það er allt í lagi hún var hvort eð er orðin gölum og ljót
MMS 10 sek seinna: Nei pabbi Axel er ekki gamall og ljótur!
Yndisleg.is
(29. 08.08)
MMS: “má ég pissa í bleyjuna?”
Ég: “já já”
MMS: “má ég þá líka kúka á pissið?”
Pælingar.is ;)
(07.08.08)
“mamma! Koddu! Kúkurinn hangir bara á mér…..hann er svo sterkur að hann dettur ekkert…hann bara hangir”
HAHAHAHAHA…..
(05.08.08)
“mamma, það er kúkalykt af pabba”
HAHAHA….Margrét kom til mín um daginn og hvíslaði þessu að mér (sem reyndar allir heyrðu)! HAHAHA
(05.08.08)
“Afi minn fór ofan á brauð…”
Hahaha….Svona syngur MMS Afi minn fór á honum Rauð… ;)
(26.júlí 2008)
Pabbinn: Margrét Mist – það er cherios út um allt rúm
MMS: Það er svo BILAÐ gott!
HAHAHAHA….hún er sko greinilega dóttir pabba síns! ;)
(20.júlí 08)
Ég: Margrét eigum við ekki að koma inn í rúm að sofa?
MMS: Nei bara á þriðjudaginn
(18.júlí 08)
MMS að segja sögu: “…og svo festist úlfurinn í pottinum. Við verðum að gera eitthvað?”
Ég: “hvað eigum við að gera?”
MMS: “skjóta úlfinn og borða grísina”
MMS að segja söguna um úlfinn og grísina 3. Ég veit að hún var að mismæla sig, en það var mjög fyndið ;)
(1.júlí 2008)
Ég: Jæja núna er mamma á leiðinni í fjallgöngu og svo kem ég á morgun
MMS: En ég er alein
Ég: nei pabbi er hjá þér
MMS: Nei ég er bara ALDEIN HEIMA!
Ég hringdi til að kveðja hana og hún var heldur dramatísk! ;) .. hvaðan ætli hún fái það hehe…
(20. júní 2008)
MMS: Af hverju seturu klaka í grautinn minn
Ég: Til að hann sé ekki heitur heldur volgur
MMS (hálf grátandi): En ég vil ekki vondan graut!
Endalaust æðisleg!
(22.júní 2008)
Margrét fór inní fiskbúð og fannst lyktin frekar skrítin og sagði svo mjög hátt inní troðfullri búð:
“Mamma vastu að prumpa?”
Úff….mig langaði að hverfa í jörðina! En fyndið og krúttlegt eftir á! :)
(19. júní 2008)
“í dag er launadagur”
Já ég vildi að allir laugardagar væru launadagar… ;)
(6.júní 2008)
“komdu pabbi – komdu fótboltastrákur”
Ein sem kann að kalla á pabba sinn ef hann kemur ekki á 0,1 ;)
(maí 2008)
“Ég er svona stór – ég er 5 ára!”
Margrét stóð uppá gaflinum á sófanum og teygði sig upp í loft og bjóst við að verða 5 ára. ;)
(maí 2008)
“Ég var að lita í leikskólanum og svo var kóngulóin að reyna að taka mig”
MMS fékk martröð um daginn og gat sagt okkur hvað hana dreymdi. :) Litla krúttið er greinilega eitthvað smeik við kóngulær þrátt fyrir allt!
(6.maí 2008)
Fríður: Hvað er í matinn
MMS: svona mumu-kjúklingur
Mumu=naut og kjúklingur=kjöt – nautakjöt
(5.maí 2008)
“Ýta mér út í geiminn”
Hehe…
(28.apríl 2008)
Mamma (brenndi sig á ofninum): shit
Maddý: shit, shit, shit
Mamma (hugsar hratt): Nei, ég sagði shrek
Maddý: Shrek, Shrek, shrek…
Úff þar munaði litlu ;)
(1. feb. 2008)
“Pabbi hættu að trufla mig”
Var að “þurrka” dótið sitt og pabbinn var hræddur um að hún myndi slasa sig á harðadótinu.
(21.mars 2008)
Kann að telja upp á 20!
10.mars 2008
Margrét: Mamma hvað heitir þetta?
Ég: Hlaup nammi
Margrét stígur á nammið og segir: á ég að hlaupa á því?
Hahaha….góð pæling? ;)
(7.mars 2008)
“Ég á þennan arvalit”
Skottan vill alltaf vera með VARALIT… en ruglar stöfunum og kallar hann arvalit :) – bara krúttlegt!
(20. febrúar 2008)
“Hahaha, mamma veistu hvað þú sagðir, þú sagðir “kondu sæta stelpa!”" (mjög gelgjulega)
Margrét Mist að gera grín af mömmu sinni og breytti röddinni og dillaði sér þegar hún sagði “komdu sæta stelpa” og var þá að vitna í mig… : /
(15. febrúar)
“Sjáðu, appelsínubleikur”
Erum enn að læra litina…gengur MJÖG hægt ;)
(11.febrúar 2008)
Margrét: mamma Axel er bróðir minn.
Ég: Nei hann er frændi þinn
Margrét: ….Mamma, frændi minn er bróðir minn
Hún er ekki alveg að skilja þetta bróðir-systir dæmi….
(10.febrúar 2008)
“Ekki taka bananann úr náttfötunum”
Hún vill ekki alsbera banana….hahahahaha!
(5. febrúar 2008)
“amma ekki lemja svínið!”
Amma Magga var að búa til grísakótilettur og barði kjötið með kjöthamri…Margrét Mist var ekki alveg að skilja þetta! : )
(1. feb 2008)
“nei, andrei”
…ég að reyna að koma henni í útifötin. (Nei aldrei)
(29. des 2007)
“ég er enginn kjána bjáni”
Sætust….
(14.jan 2008)
“mamma ég er svo brauðþyrst”
Hún var að borða brauð og var greinilega orðin þyrst….alveg brauðþyrst.
(9.jan 2008)
“mamma, horfa á Dr. Phil”
Já hún er vel þjálfuð….lærði að segja dr. Phil svona 15 mánaða! ;)
(03.jan.08)
“Gling gló, klukkan sló…”
Björk er núna í uppáhaldi!
(03.jan.08)
2007
“Þetta er rosa amma”
Hún var að horfa matreiðsluþátt með mér og þar var kona að elda sem var frekar lík mömmu…
(27.des.07)
“Pabbi viltu hor?”
Í bílnum. Hún var ss ný búin að snýta sér og vildi gefa pabba sínum pappírinn.
(30.des.07)
“Má ég fá svona bongbong”
MMS heyrði ekki alveg hvað ég var að rétta henni þannig að hún bjó bara eitthvað til – en þetta átti sem sagt við um brauðstöng.
(30.des.07)
MMS: “Mamma viltu jólagjöf?”
Ég: “jájá, hvað ætlaru að gefa mér”
MMS: “bók og pappír til að snýta þér”
Í bílnum á leiðinni til pabba (afa Kúts og Signýar)
(30.des.07)
“Má ég fá meiri svona bíbí”
MMS að biðja um meiri kalkún
(24.des.07)
“Mamma gera svona jólabrauð”
Af hverju heitir laufabrauð ekki bara jólabrauð? ; )
(15.des.07)
“Fá svona föstudagur”
MMS var ekki alveg að fatta jóladagatalið í byrjun….
(1.des.07)
“Sjáiði litlu músina!”
Lítil börn eru í miklu uppáhaldi og þetta sagði Maddý á jólaballinu í leikskólanum um eina litla skvísu.
(7.des.07)
“Ég langa svona appelsínugulur”
Erum að byrja að læra litina og MMS vildi fá mandarínu ;)
(1.des.07)
“Gimmí,gimmí…ehh…Gimmí, gimmí, gimmí”
Nýja Britney lagið….sjaldan fellur eplið langt frá eikinni ;)
(30.okt.07)
“Ohh my God”
Ef einhver segir þetta fyrir framan hana, þá endurtekur hún það!
(30.okt.07)
“Æjæj blautt í auga”
Ekki alveg að skilja snjóinn úti sem festist á andlitinu hennar….
(30.okt.07)
“…Elska þig…og pínu Axel”
Þegar ég var að bjóða henni góða nótt í gær og sagði svo “elska þig” þá var þetta svarið ;)
(30.okt.07)
“Ho-key”
Mikið notað í staðin fyrir okey ;)
(26.okt.07)
“Maddý teikna burstabæ”
Við vorum að hætta að lita mæðgurnar og sú stutta var ekki alveg tilbúin – nei hún átti eftir að teikna BURSTABÆ! hahaha….
(26.okt.07)
“Ekki slökkva á lala mitt”
Þegar mamman er búin að fá nóg af útvarp Latabæ og ákveður að lækka… ;)
“Maddý prinsessa”
Þegar MMS fær hárspöng þá finnst henni hún algjör prinsessa ;)
“Komdu sæll hönd”
MMS ekki alveg að skilja af hverju fólk heilsast…hún heldur greinilega að maður heilsi hverjum útlimi fyrir sig!
“Mamma, Maaaamma……Ástin mín?”
Margrét að reyna að fanga athygli móður sinnar ; )
Halló bumbulína! (Með svakalegum gelgjutón)
MMS við mig þegar hún sá glitta í bumbuna : /
“Allt fyrir ástina eina ástina, sakna, fórna, sakna…” og “Palli sín syngja”
MMS ELSKAR Pál Óskar og syngur allan daginn allt fyrir ástina…og þegar hún er ekki að syngja það þá er hún að horfa á það í tövunni! NR 1 FAN! (Eins og mamman ;) )
“Solla sæta borða ís”
Margrét fékk Sollu stirðu gasblöðru á menningarnótt og ís á sama tíma…hún gaf sér einn bita og klíndi svo á blöðruna öðrum ;)
“Amma kúka”
Þegar ég sótti MMS til ömmu sinnar spurði ég hvað hún hefði gert með ömmu….þetta var svarið
“Bí, bí og blabla, ástirnar kvaka”
Bíbí og blaka
“..má ég ekki mamma, með í leikinn FRAMMI…”
Allir krakkar
Djíses
Þetta segir Skottan þegar hún er skömmuð…

Engin ummæli:

Skrifa ummæli