laugardagur, 11. júlí 2020

Dagur 11 - Hella (Landhótel) - Heim!

Síðasti dagurinm runninn upp ótrúlegt en satt!!!

Við vöknuðum snemma því morgunmaturinn á Landhóteli var búinn kl 9.30. Borðuðum, pökkuðum og lögðum af stað - sama rútína og síðustu daga 😁 Lögðum af stað rúmlega 10 í 12°c og skýjuðu veðri. Keyrðum inn á Selfoss en krakkarnir vildu alls ekki fara út og skoða neitt (enda orðin spennt að hitta vini sína) svo við enduðum bara á því að rúnta um bæinn og skoða nýja miðbæinn. 
Keyrðum á Friðheima en það opnaði ekki fyrr en kl 12 og klukkan bara 11. Ákváðum þá að keyra og skoða Geysi. Fórum öll út og löbbuðum um svæðið og sáum Strokk gjósa. 
Eftir Geysi keyrðum við að Gullfossi og þá voru komnar 18°c og sól! 😁☀️👍 Löbbuðum að fossinum frá efra bílastæðinu og tókum myndir. Kíktum svo í búðina sem er mjög flott.
Keyrðum frá Gullfossi um 12 aftur að Friðheimum. 🍅🍅 Fengum borð þar úti og borðuðum hádegismat í góða veðrinu. Flestir fengu sér súpu sem var fín en of dýr að mínu mati. Sáum Jón Jónsson söngvara og fjölskyldu. 🎉 Skoðuðum svo hestana áður en við lögðum af stað aftur.
Stoppuðum líka á Kvisti garðyrkjustöðin hjá Friðheimum sem selur ber. Við keyptum hindber og brómber en það voru ekki til jarðaber í þetta sinn. 🍓
Fórum þaðan kl 13.17 og keyrðum á Laugavatnshelli. Komum þangað kl 13.53. Löbbuðum upp að hellinum og Bjarki fremstur í flokki. Hann labbaði beint inn í húsið þar sem maður sat í horninu í myrkrinu og bauð góðan daginn. Ég held að engu barni hafi brugðið jafn mikið en hann varð alveg hvítur! 👻 Við hlógum endalaust! 😂 Maðurinn bauð upp á 25 min sögutúr sem börnin vildu ólm og þar sem þau hafa sjaldan skoðun þá gerðum við það auðvitað. Fengum að heyra söguna af fólkinu sem bjó þar og hvernig það bjó. Sáum hellinn/húsið og fræddumst. Mjög áhugavert og ótrúlegt að þetta hafi bara verið svona. 
Keyrðum þaðan á Þingvelli og svo Nesjavallaleiðina heim í einum rikk. 
Komum heim um kl 17!
Home sweet home! 💖

Dásamleg ferð sem leið svo hratt. Frábært að vera öll svona saman og forréttindi að fá að hafa mömmu (ömmu Möggu) með. Að því sögðu er líka gott að vera komin heim, fá smá hvíld frá börnunum sem fóru beint út að leika og hitta Monsa! 💖🐶

Þangað til næst!
XOX
Hildur og co
👨‍👧‍👧👩‍👦‍👦👩‍🦳

föstudagur, 10. júlí 2020

Dagur 10 (2/2) - Sólheimasandur - Hella (Landhótel)

Lögðum af stað frá Sólheimasandi að Skógarfossi kl 13.10 og vorum komin þangað ca. 13.20. Enn geggjað veður en þar sem við voru nýkomin úr svaka göngu þá fórum við bara rétt út úr bílnum, tókum myndir og fórum á klósettið.
Þegar við vorum að keyra frá Skógarfossi fattaði Siggi allt í einu (???) að við værum bensínlaus og þar sem við áttum bara 30 km á tankinum og 45 km í næstu bensínstöð suður (en um 25 km til Víkur) keyrðum við alla leið til Víkur aftur! 🙈 Mikil gleði eða hitt þó... Stoppuðum því aftur á Vík, tókum bensín og ég hljóp inn í Krónuna og keypti hádegismat þar (samlokur og muffins). 
Borðuðum í bílnum og keyrðum aftur til baka í átt að Seljavallalaug um kl 14 í 19° ☀️Löbbuðum upp að Seljavallalaug í 22° sem tók um 30 min og er 0.9 km hvor leið. Geggjað veður, eitthvað af fólki og æðisleg laug. 👍
Héldum ferðinni áfram um 15.07 í átt að Seljalandsfossi. Komin þangað um 15.30 og ég og eldri börnin löbbuðum bak við fossinn en amma Magga nennti ekki og Siggi fór til baka með Söru sem var hrædd við fossinn. 🤣 
Fengum okkur kaffi og kleinuhringi til að styrkja sveitina. 😁 Mjög gott og sanngjarnt verð (390 kr. kaffið og 390 kr. kleinuhringurinn). ☕🍩 
Fórum frá Seljalandsfossi um kl 16 að Hvolsvelli (18°). Á Hvolsvelli fórum við beint á hoppudýnuna fyrir aftan Krónuna. Ég sat aðeins inn í bíl og setti inn færslu gærdagsins á meðan krakkarnir léku sér. Þar voru stultur sem ég elska svo ég vann stultukeppnina! 😁
Ætluðum í LavaCenter en það lokaði kl 16.
Keyrðum að Hellu en fundum ekki hótelið (Landhótel). Enduðum á því að spyrja í sjoppunni en í ljós kom að það er svo nýtt að það er enn verið að bíða eftir skiltinu sem á að koma við veginn. ÆÐISLEGT HÓTEL og eigendurnir líka dásemd. Ótrúlega góð og persónuleg þjónusta og allt bara topp-nice. 💖 
 Borðuðum kvöldmat á hótelinu, pasta á línuna nema Bjarki fékk sér samloku. Ótrúlega gott! 
Eftir matinm fór fullorðna fólkið svo inn í ömmu Möggu herbergi að spila á meðan krakkarnir léku og voru í símanum í okkar herbergi. 
Fyrir svefninn horfðum við á "That guy" með Adam Sandler á Netflix (minnir að myndin hafi heitið það....ég sofnaði 😴).