laugardagur, 11. júlí 2020

Dagur 11 - Hella (Landhótel) - Heim!

Síðasti dagurinm runninn upp ótrúlegt en satt!!!

Við vöknuðum snemma því morgunmaturinn á Landhóteli var búinn kl 9.30. Borðuðum, pökkuðum og lögðum af stað - sama rútína og síðustu daga 😁 Lögðum af stað rúmlega 10 í 12°c og skýjuðu veðri. Keyrðum inn á Selfoss en krakkarnir vildu alls ekki fara út og skoða neitt (enda orðin spennt að hitta vini sína) svo við enduðum bara á því að rúnta um bæinn og skoða nýja miðbæinn. 
Keyrðum á Friðheima en það opnaði ekki fyrr en kl 12 og klukkan bara 11. Ákváðum þá að keyra og skoða Geysi. Fórum öll út og löbbuðum um svæðið og sáum Strokk gjósa. 
Eftir Geysi keyrðum við að Gullfossi og þá voru komnar 18°c og sól! 😁☀️👍 Löbbuðum að fossinum frá efra bílastæðinu og tókum myndir. Kíktum svo í búðina sem er mjög flott.
Keyrðum frá Gullfossi um 12 aftur að Friðheimum. 🍅🍅 Fengum borð þar úti og borðuðum hádegismat í góða veðrinu. Flestir fengu sér súpu sem var fín en of dýr að mínu mati. Sáum Jón Jónsson söngvara og fjölskyldu. 🎉 Skoðuðum svo hestana áður en við lögðum af stað aftur.
Stoppuðum líka á Kvisti garðyrkjustöðin hjá Friðheimum sem selur ber. Við keyptum hindber og brómber en það voru ekki til jarðaber í þetta sinn. 🍓
Fórum þaðan kl 13.17 og keyrðum á Laugavatnshelli. Komum þangað kl 13.53. Löbbuðum upp að hellinum og Bjarki fremstur í flokki. Hann labbaði beint inn í húsið þar sem maður sat í horninu í myrkrinu og bauð góðan daginn. Ég held að engu barni hafi brugðið jafn mikið en hann varð alveg hvítur! 👻 Við hlógum endalaust! 😂 Maðurinn bauð upp á 25 min sögutúr sem börnin vildu ólm og þar sem þau hafa sjaldan skoðun þá gerðum við það auðvitað. Fengum að heyra söguna af fólkinu sem bjó þar og hvernig það bjó. Sáum hellinn/húsið og fræddumst. Mjög áhugavert og ótrúlegt að þetta hafi bara verið svona. 
Keyrðum þaðan á Þingvelli og svo Nesjavallaleiðina heim í einum rikk. 
Komum heim um kl 17!
Home sweet home! 💖

Dásamleg ferð sem leið svo hratt. Frábært að vera öll svona saman og forréttindi að fá að hafa mömmu (ömmu Möggu) með. Að því sögðu er líka gott að vera komin heim, fá smá hvíld frá börnunum sem fóru beint út að leika og hitta Monsa! 💖🐶

Þangað til næst!
XOX
Hildur og co
👨‍👧‍👧👩‍👦‍👦👩‍🦳

Engin ummæli:

Skrifa ummæli