föstudagur, 10. júlí 2020

Dagur 10 (1/2) - Vík - Sólheimasandur

Vöknuðum og fórum í morgunmatinn á Hótel Vík. Konan í móttökunni sagði að þau væru með epic morgunmat og því mættum við spennt í matinn. Smá vonbrigði því hann var eins og á öllum hinum hótelunum nema að það voru ekki vöfflur í boði sem er búið að vera uppáhald stelpnanna. Fékk samt sjúklega gott kaffi svo ég var mjög sátt. ☕
Pökkuðum á meðan börnin fóru í ræktina og lögðum af stað um 10.30 í 19°c (skv. Bílnum) eftir að hafa farið yfir næstu skref með krökkunum og teiknað alla leiðina sem við vorum búin að keyra. 🗺 
Keyrðum næst að Reynisfjöru sem skartaði sínu fallegasta í geggjuðu veðri og glampandi sól ☀️☀️Tókum fullt af myndum og stein til minningar.
Keyrðum áfram að Sólheimasandi þar sem ég, Siggi, Atli og Margrét löbbuðum 7 km (2× 3,5) til að sjá flugvélabrakið. Geggjað veður en smá vindur sem var reyndar bara gott. Á meðan beið amma Magga í bílnum með yngri börnin. Við lögðum af stað að flugvélinni kl 11.30 og komum aftur í bílinn kl 13 (1,5 klst). 
Mjög gaman að sjá þetta en töluvert labb og allir svangir og þyrstir þegar við komum aftur. Smá nestispása í bílnum áður en við lögðum af stað aftur.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli