Við fórum með leikskólanum (Skerjagarði) að hitta dýrin á bænum Grjóteyri í Kjós. Þetta er árleg sveitaferð og svo sannarlega orðin hefð hér á bæ. Krakkarnir elska að fá að snerta dýrin, knúsa þau og kjamma enda ekki oft sem borgarbörn komast í snertingu við húsdýr.
***
Stór hluti af ferðinni er að fá að fara í rútu með vinum sínum en dýrin eru ekki síður skemmtileg. Við fengum leiðindaveður í ár en við gátum varla kvartað þar sem þessi ferð var fullkomin í fyrra og við eigum það þá bara inni. ;)
Litlir stubbar voru mjög þreyttir eftir ferðina og sofnuðu áður en við náðum að taka þá úr fötunum.
Sumar myndirnar eru frekar óskýrar en þær eru allar teknar á símann.
***
Engin ummæli:
Skrifa ummæli